Tangólógía

Ég hef komið saman prýðissafni tangótónlistar og unnið umtalsverða rannsókn á sögu hennar og forsendum undanfarin ár, samhliða því að að koma við og við fram sem tangósnúður á Íslandi. Í tengslum við þetta hef ég saknað þess að á stundum er erfitt að nálgast óvilhallar upplýsingar á skilmerkilegan hátt. Þessi vefur er tilraun til að bæta úr því, (1) til að koma hugmyndum mínum um eðli og þróun tónlistarinnar á framfæri, (2) til þess að fjalla í stuttu máli um þau tækniatriði sem skipta tangósnúða máli. Auk þessa birti ég hér reglulega spilunarlista frá mér, dönsurum til kynningar og öðrum sem gætu haft áhuga á þeim.

Ef þú hefur áhuga á þessum málum, þá býðst þér að gerast áskrifandi að nýju efni hér til hægri. Þá færðu tilkynningu þegar nýnu efni er bætt við vefinn.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska