I — Hljóðtækni fyrir tangósnúða

 

Þegar tangósnúðar eru að koma tónlist sinni til skila geta tæknileg atriði skipt miklu máli fyrir útkomuna. Þau helstu eru: (1) efnisgæði, (2) spilari og skipulagsforrit, (3) tónjöfnun, (4) úttakið úr tölvunni yfir í hátalarana. Ef gætt er að öllum þessum þáttum og þau samstillt, þá ætti tangósnúðurinn að geta fengið sem mest gæði út úr tónlistinni. Fyrir utan það, þá er vitaskuld nauðsynlegt að skoða tónlistina sjálfa vel, hversu danshæf hún er, til þess að geta sett saman frábæra mílongu! Hér komum við hins vegar til með að kynna það sem skiptir máli um ofangreind 4 tækniatriði, en látum það bíða seinni pistla að fara nánar út í þau.

(1) Skráargæði

Efnið sem við höfum að moða úr, stafrænu skrárnar með tangótónlistinni, eru undirstaða góðs flutnings. Það er hægt síðar í ferlinu, í tónjöfnuninna, að lagfæra smágalla í skrám, en sá möguleiki er takmarkaður. Þess vegna er afar mikilvægt að tryggja að þú sért með eins gott efni og hægt er í höndunum. Í því samhengi er æskilegt að einskorða sig við skrár í góðum gæðum almennt. Það er hins vegar einnig mikilvægt að vita uppruna skránna og að reyna að velja besta efnið úr þeim mörgu möguleikum sem oft eru í boði.

(2) Spilari og skipulagsforrit

Tangosnúðar nota margvíslegan hugbúnað til að skipuleggja tónlist sína og til að spila hana á mílongum. Mörg forrit ráða vel við verkefnið og hvað er best byggir á stíl snúðsins. Ég kem því ekki til með að kafa sérstaklega ofan í þetta málefni, en lýsi í staðinn nokkrum aðferðum sem hafa gagnast mér í gegn um árin.

(3) Tónjöfnun

Tangólögin, skrárnar sem við höfum í höndum, voru upphaflega flutt af gömlum lakk- eða vínilplötum yfir á önnur form. Sum nýrri lög eiga sér frumrit á segulbandi. Flest lögin bera þessu ferli þess vegna merki, í þeim eru gallar og truflanir sem þarf að laga. Stundum hafa þessar lagfæringar þegar verið gerðar í yfirfærsluferlinu, en þær lagfæringar eru því miður engan vegin staðlagar og oft er niðurstaðan verri en ekki. Annar þáttur sem þarf að taka tillit til, eru hljóðgæði hátalarakerfisins og hljóðeðli rýmisins sjálfs. Þetta eru atriði sem tangósnúðar þurfa að glíma við þegar þeir flytja lögin á milongu. Hér skiptir þess vegna máli að nýta sér góðan tónjöfnunar-hugbúnað (fyrir yfirfærslu á hliðrænt form) eða vélbúnað (eftir yfirfærsluna), og hafa þekkingu á hvernig hann virkar. Þessi búnaður gerir okkur kleyft að ná mikið betri og jafnari gæðum úr tónlistinni, sem gerir upplifunina mun betri fyrir dansarana.

(4) Úttak úr tölvunni yfir í hátalarakerfið

Þegar unnið er með stafrænar hljóðskrár, eru nokkur stig sem efnið fer í gegn um á leið úr tölvunni út á dansgólfið. Fyrsti hlutinn er DAC, sem sér um stafrænt-hliðræna þýðingu á skránum yfir í rafbylgjur. Annar hlutinn í ferlinu er magnarinn og sá þriðji hátalararnir sjálfir. Ef þú velur að framkvæma tónjöfnun eftir að efnið fer úr tölvunni, þá bætis tónjafnari inn í keðjuna á milli þýðandans og magnarans. Þar gæti einnig verið tækjabúnaður til að tónjafna búnaðinn sérstaklega með rýmið í huga. Því miður er því svo háttað að tækjabúnaður sem er gerður fyrir popptónlist hentar ekkert endilega vel fyrir flutning á tangótónlist. Þess vegna er mikilvægt, ef þú átt þess kost að hafa áhrif á það, að velja tækjabúnað sem getur komið sérhæfðu tíðnisviði tangótónlistar sem best út á dansgólfið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska