1 – Tímabil í sögu tangós: nýtt viðhorf

Sögulega hefur tangó verið skipt í tímabil út frá ákveðnum fyrirsögnum — la guardia vieja, la guardia nueva, la edad de oro. Þessi tímabil eru oft skilgreind á ólíkan hátt og oft eru skilin á milli þeirra óskýr. Tilgangur okkar hér er að skerpa á þessum sögulegu hugtökum, með það í huga að nýta þau til að styðja tangósnúða við að skoða tónlistina, grunninn sem þeir byggja á. Með þetta markmið í huga leggjum við til endurskoðun á skilgreiningu þessara tímabila, út frá mikilvægum tímaásum þróun tangótónlistar, tangóddans í samspili við framfarir í upptökutækni. Hér á eftir er yfirlit um þessa tímabilaskiptingu, nokkuð sem verður fjallað um ýtarlega í síðari pistlum.

Fyrir 1895 — For-tango

Þetta er forsaga tangótónlistarinnar, tímabil þar sem margir ólíkir tónlistar- og dansstílar runnu saman við þróun tangósins. Margt er á huldu frá þessum tíma, enda ekki rituðum og staðreyndum heimildum til að dreifa. Flestar kenningar um þetta tímabil eru þess vegna að stórum hluta tilgátur og ágiskanir.

1895–1916 — Guardia vieja

Um og fyrir 1895 verður tangóinn til sem stíll sem ábyggilegar heimildir eru til um. Fyrstu tveir áratugirnir í þróunarsögu tangós hafa verið kallaðir guardia vieja (gamli vörðurinn). Þetta er sá tími sem tónlistin og dansinn þróaðist fyrst, á grundvelli lítilla hljómsveita. Tangó hlaut á þessum tíma, frá 1905, alþjóðlega viðurkenningu, fyrir tilstilli tónlistarmanna og dansara frá Argentínu í Norður Ameríku og Evrópu. Fyrstu upptökur af tónlistinni sem þekktar eru voru gerðar fyrir 1910. Á Íslandi var tangó fyrst kynntur snemma, eða árið 1912.

1917–1926 — Ár-guardia nueva

Þetta er það tímabil þar sem tangótónlistin þróaðist verulega. Sungin tangólög nutu fyrst vinsælda um 1917. Á svipuðum tíma fóru stærri hljómsveitir, með hljóðfæraskipan orquesta típica (táknræn hljómsveit). Á þessum tíma festi hefðbundinn tangó sig einnig í sessi á heimsvísu og varð í útþynntu formi að staðaldansi í danskólakennslu um allan heim. Talsvert er til að áhugaverðum upptökum frá þessu tímabil en því miður eru gæðin ekki þess eðlis að henta til spilunar á milongum samtímans.

1926–1930 — -guardia nueva

Í nóvember 1926 urðu þáttaskil í sögu tangós. Þá var rafmögnun innleidd við upptökur í Argentínu. Þetta fól í sér að hægt var að gera upptökur á auknu tíðnisviði og með nákvæmari blæbrigðum en áður þekktist. Nú var í fyrsta skiptið tekin upp tónlist sem hentar fyrir spilun með samtímatækni. Það eru þessar endurbætur í hljómgæðum sem er það sem leiddi til há-guardia nueva.

1931–1935 — Síð-guardia nueva

Þegar alþjóðakreppan reið yfir heiminn 1929 og 1930, þá varð það reiðarslag fyrir hljómplötuiðnaðinn. Mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota og margir yngri flytjendur, eins og Di Sarli, urðu að draga sig í hlé frá upptökum. Þetta ástand varð hins vegar hvati til nýjunga og frumkvæðis á bak við tjöldin, sem átti síðar eftir að leiða af sér þróun gullaldarinnar, edad de oro. Á tímum síð-guardia nueva eru einnig greinileg áhrif aukinnar meðvitundar um forsögu tangótónlistarinnar, nokkuð sem leiddi til vals sem sjálfstæðs dansforms innan tangó og upptöku á milongu-dans sem endurgerðar á eldri stílum tónlistarinnar.

1936–1940 — Ár-edad d’oro

Dansfræðingar eru almennt sammála um að lykilbreyting í argentískum tangódansi hafi verið innleiðing cruzada, krossins í skrefi konunnar aftur á við. Þessi nýjung breytti því verulega hvernig tangó var dansaður og aðgreindi argentískan tangó frá öðrum tangóstílum á heimsvísu. Þessi breyting, ásamt auknum krafti í flutningi tónlistarinnar, leiddi af sér þróun sem leiddi til dansæðis á Rio del Plata-svæðinu. Upphaf þessa æðis, og tónlistin sem fylgdi, er það sem við köllum ár-edad de oro tangósins, frá 1936 til 1940.

1941–1949 — Há-edad de oro

Árið 1941 hafði argentískur tangó þróað með sér þau stílbrögð og fjölbreytni sem einkenna hann enn þann dag í dag. Þrjár ólíkar stíltegundir höfðu fest sig í sessi — tangó, vals, og milonga — hver með sinn dansstíl. Þegar hér var komið hafði argentískur tangódans breyst þannig að hann var orðinn að eðli ólíkur samkvæmisdansinum tangó í Norður Ameríku og Evrópu. Næstu tíu árin, á tímabili há-edad de oro, þróuðu einstakar hljómsveitir stílbrögðin enn frekar. Segja má að sérhver helstu hljómsveitanna hafi á þessum tíma þróað með sér einkennandi stíl. Það er frá þessu tímabili sem tónlistin sem mest er spiluð á milongum er — þetta er hjarta þess sem bæði tangósnúðar og dansarar líta á sem argentískan tangó.

1950–1955 — Síð-edad de oro

Í kring um 1950 leiddu enn einar breytingar í upptökutækni til þess að svið og dýpt tónlistarinnar varð mun meira. Nýjungar í gerð hljóðnema og það að víníl-hljómplötur leystu eldri lakk-plötur af hólmi voru þáttur í þessu. Auk þess breyttust aðferðir við upptökur og gerð „mastera“ með innleiðingu segulbandstækni. Allt þetta leiðir til þess að hljómur tónlistar frá því eftir 1950 er ólíkur því sem á undan fór. Fyrir tangósnúða skiptir einnig máli að margar hljómsveitir tóku á þessum tíma upp nýjar útgáfur af sínum vinsælustu lögum. Þetta tímabil, frá 1950 til 1956, var lokastig gullaldarinnar, síð-edad de oro.

1956–1969 — Ár-millitíð

Árið 1956 leiddu margir viðburðir, bæði innan Argentínu og á heimsvísu, til þess að Argentískur tangó missti mikilvægi sitt sem meginþáttur í menningu ungmenna í Argentínu. Þetta þýddi að tangódans var ekki lengur meginþráður menningarupplifunar í landinu. Á tímanum frá 1956 til um 1969, ár-millitíðinni, viðhélt tangó sér með því að þróast í ólíkar áttir. Tango nuevo kom fram sem stíll sem nýtti sér áhrif úr ólíkum áttum, til að gera tónlistina alvarlegri. Þetta var stíll sem hentaði betur tónleikum en dansmenningu. Sunginn tangó efldist einnig, en var einkum ætlaður til hlustunar. Á þessum tíma komu fram áhugaverðir söngvarar sem þróuðu tjáningu í tangósöng á einstakan hátt.

1970–1985 — Síð-millitíð

Um 1970 leiddu nýjar áherslur í heimstónlist af sér aukinn áhuga á sögulegri tónlist, á alþýðutónlist og hefðbundnum tónlistarstílum. Argentískur tangó var eitt af því sem þessar aftur-til-upprunans hreyfingar tóku til skoðunar. Niðurstaðan var aukinn áhugi á endurútgáfum af eldri tónlist, auk þess sem yngri tónlistarmenn fóru að nýta sér tangóáhrif og -stíla í sköpun sinni. Mikilvægir tónlistarmenn og dansarar frá edad de oro-tímabilinu studdu við þessa þróun, þeir fengu aukna möguleika á að spila tangótónlist sína á ný og vanir dansarar buðu fóru að bjóða upp á sérhæfðar tangósýningar á þessum tima.

1986–1994 — Ár-samtími

Um 1986 voru gerðar kvikmyndir og sýnd sviðsverk sem snerust um Argentískan tangó og vöktu athygli á honum sem einstöku menningarlegu tjáningarformi. Þetta leiddi aukins áhuga á tangó, bæði á tónlistinni og þeim dansstíl sem sýningartangódansarar kynntu. Í kjöfarið leiddi þetta til geysivinsælla sýninga á tangódansi víða um heim og endurvakins áhuga á tónlistinni, nuevo, hefðbundinni, og sunginni.

1995–nú — Samtími

Um 1995 fór þessi endurvakni áhugi á tangó að leiða af sér endurnýjun argentísks tangós sem tónlistar- og dansstíls um allan heim. Áhugi á hefðbundinni tangótónlist, frá tímum edad de oro og guardia nueva jókst til mikilla muna, og fjöldi nýrra tangóhljómsveita og tangósnúða komu fram, til að spila fyrir dansara á mílongum sem spruttu upp í öllum helstu borgum á heimsvísu. Þessi aukni áhugi leiddi til rannsókna á argentískum tangó frá gullaldarárunum og til þess að kennarar fóru að kenna áhugasömum dönsurum hvernig dansinn hafði verið dansaður þegar hann var hvað vinsælastur. Á sama tíma komu fram ný afbrigði tangós í Argentínu, eins og til dæmis electrotangó, sem miðuðu að því að gera tangó aðgengilegan yngri dönsurum. Þetta er sú staða sem við búum við enn í dag.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska