II.a — Skráargæði

Efnið sem við eigum, skrárnar með tangótónlistinni, er grundvöllur góðrar tónlistar á milongu. Það er hægt að bæta úr gölluðu efni að vissu marki í tónjöfnum, en einungis í litlu mæli. Vegna þessa er lykilatriði að reyna að útvega sér bestu mögulegu skrárnar til að vinna með. Með það í huga, þá er yfirleitt best að reyna að einskorða sig við hágæða-skrár, að vita hvaðan þær eiga upptök sín og að reyna að velja það besta úr því sem er í boði.

Skráargæði

Ef þú vilt vera öruggur um gæði þess efnis sem þú ert með, þá er yfirleitt öruggast að vinna með cd-gæði eða óþjappaðar skrár (lossless). Slíkar skrár eru yfirleitt betri en þjappaðar skrár, eins og mp3-skrár. Að því sögðu, þá geta gæði mp3-skráa í lítilli þjöppum, 256 eða 320 kbps, verið prýðileg. Þetta á sérstaklega við ef þær hafa verið gerðar beint eftir cd-diskum eða úr óþjöppuðu efni. Það er hins vegar viðsjárvert þegar búið er að þjappa tónlistinni niður í 128 kbps eða minna. Slík þjöppun getur leitt til þess að gæði rýrni talsvert, sér í lagi þegar um eldri tangótónlist er að ræða. Hún þjappast ver en nýrri tónlist vegna þess að forsendur þjöppunarinnar miða við annað tíðnisvið en það sem er á eldri plötunum. Upplýsingarnar á lakkplötunum eru meiri á þrengra sviði en á rokkplötu, þessvegna getur þjöppun rýrt þær upplýsingar enn meir en ef um nýrri plötur er að ræða. Þetta gertur leitt til óhreinni hljóms. Tónlist sem seld er á vefnum er sjaldan þjappað niður í minna en 256 kbps. Ef skrár eru í minni gæðum eru þessvegna auknar líkur á því að ferill þeirra sé vafasamur. Þær gætu hafa verið myndaðar beint út frá geisladiski, með nokkuð þokkalegum gæðum. Það er hins vegar líklegra að þær byggi á mp3-skrá, s.s. að verið sé að endurþjappa. Þegar mp3-efni er endurþjappað margfaldast öll bjögun og þjöppunareinkenni sem leiðir til óskýrari hljóms og undanlegra „þjöppunarleifa“ í tónlistinni.

Gæði yfirfærslu

An specialised deck for transferring a song from a shellac record.

Það er mikilvægt að huga að gæðum stafræns efnis. Það er hins vegar enn mikilvægara að frumeintak lagsins sé gæðaútgáfa. Eintak af lagi sem brennt hefur verið á geisladisk getur verið afar ólíkt öðru eintaki á öðrum diski. Í fyrsta lagi er vitanlega mikilvægt í hvaða ástandi efnið var þegar það var fært af lakkplötu yfir á geisladiskinn. Hér getur ferlið hafa verið fjölbreytt. Í fyrsta lagi (1) er mikilvægt að bestur aðferðir hafi verið viðhafðar við að yfirfæra efnið. Í öðru lagi (2) skiptir miklu máli hvernig unnið hefur verið með efnið í eftirvinnslu (re-mastering). Upptökur gerðar fyrir 1950, og nokkuð af efni eftir það, voru gerðar á lakkplötur sem voru gerðar til að þola mikið álag frá þungum nálum. Talsvert af eldra efni var fært yfir í nýrri tækni á sjötta og sjöunda áratugnum, af góðum lakkölötum yfir á segulband, þar sem gallar voru hreinsaðir burt í ferlinu áður en efnið var sett á vínílplötur. Þessi segulbönd, eða vínílplöturnar sjálfar, eru oft efnið sem notað er í nýrri stafrænum útgáfum. Í dag eru bestu yfirfærslurnar gerðar beint eftir lakkplötum í góðum gæðum þar sem besta tækni er nýtt við stafræna yfirfærslu.

(1)

Efni sem fært var yfir á betri gæði fyrr á tímum getur verið nokkuð gott, ef ferlið við yfirfærsluna var vandað. Á þeim tíma var efnið sem byggt var á nýlegt; á sjötta áratugnum var meira af óslitnum lakkplötum í gangi og gæðin því almennt betri. Við vitum hinsvegar að tæknin sem nýtt var við yfirfærsluna var oft takmörkuð. Nútímanálar voru oft notaðar við upptökurnar, nálar sem voru of mjóar fyrir breiðari rákir lakkplatnanna. Þetta gat þýtt að dýpt hljóðsviðsins varð takmarkaðri og fínleg atriði upptökurnar gátu við þetta glatast. Þótt almennt sé talað um 78 snúninga lakkplötur, þá var hraðinn ekki staðlaður í upphafi. Margar plötur voru því teknar upp á minni eða meiri hraða. Það þarf að laga hraðann á slíku efni ef það á ekki að hljóma í hærri eða lægri tíðni en fyrirmyndin. Því er hægt að fullyrða að þótt sumar af eldri yfirfærslunum hafi verði vel gerðar, þá var tæknileg þekking á efninu minni en nú er og gæðin þess vegna oft ófyrirsjáanleg.

Tæknileg þekking er orðin betri við nýrri yfirfærslur á efni, sumar gerðar svo snemma sem 1970 en flestar á þessari öld. Bestu gæði nást nú í tækjum sem eru sérstaklega gerð fyrir slíka yfirfærlu, með sérlögðuðum nálum og fínstillingu á hraða plötunnar. Oft eru gæði þess efnis sem til er ekki endilega sem best, stundum eru bara slitnar lakkplötur til af viðkomandi lagi. Þegar plöturnar eru í góðu lagi og ónotaðar, þá skilar yfirfærsla með samtímaaðferðum yfirleitt betri útgáfum en eldri aðferðir náðu.

 

(2)

Það er flókið að flytja efni af lakkplötu yfir á stafrænt form. Á tímum þeirra var upptökutæknin ekki stöðluð. Þó var það reglan að bassatíðnin var lækkuð í upptöku og hækkuð á ný í spilun; þannig urðu rásirnar í plötunni mjórri og hægt að koma meira fyrir á hverri hlið. Takmarkanir í hljóðnematækni leiddu einnig til flatari hljóms í hærri tíðnisviðum. Lakkplötur innihalda einnig umtalsvert suð á hærri tíðnisviðum, fyrir ofan tónlistina, auk þess sem oft ómar óþægilega á sviðum fyrir neðan tónlistina. Vandinn sem snúðar þurfa að kljást við að það aðferðir við að bregðast við þessu í yfrifærslu eru afar ólíkar. Stundum er búið að hreinsa efri og neðri tíðnisviðin, til að draga úr suði og bassaómi. Stundum er búið að styrkja bassahljóminn og styrkja efri tónsviðin. Þegar lög voru „endur-hljóðblönduð“ var stundum bætt við endurómi (reverb) til að gera hljóminn nútímalegri og fela galla í yfirfærslunni. Þetta allt gerir það að verkum að sama lagið getur hljómað á ólíkan hátt á ólíkum diskum, jafnvel þótt upphaflega útgáfan hafi verið sú sama. Stundum er eftirvinnslan gerð vel þannig að tónlistin hljómar prýðilega. Oftar en ekki hljóma lögin flöt vegna ofhreinsunar, þegar búið er að eyða suði og ómi um of.

Þessar misjöfnu aðferðir við yfirfærslu tónlistarinnar hafa leitt til þess að margir tangósnúðar sækja í nýlegar nákvæmar yfirfærslur á tónlistinni, sem eru gerðar með gæðabúnaði og lágmarkseftirvinnslu. Þessar útgáfur innhalda bassasviðið með tilheyrandi ómi og lítið hreinsað suð. Þegar þessar útgáfur eru spilaðar beint þá hljóma þær satt að segja ekkert sérlega vel. Ef þessar útgáfur eru spilaðar með viðeigandi tónjöfnun hljóma þær hinsvegar afar vel, því þá njóta smáatriðin og aðgreining hljóðfæra og tóna sér vel, betur en í útgáfum sem búið er að hreinsa meira.

 

Dæmi

Ég hef valið brot úr lagi með hljómsveit Juan D’Arienzo, Rodríguez Peña frá 1938 til að bera saman mismunandi áhrif yfirfærslu og þjöppunar. Um er að ræða 12 sekúndna brot úr hápunkti lagsins, þar sem munur á blæbrigðum og gæðum heyrist vel. (Athugið að fyrir vefinn hafa brotunum verið þjappað í 256 kbps. Þetta skilar sér í nokkuð sannfærandi gæðum þegar það er gert eftir óþjöppuðum skrám, en gæti skilað sér í verri gæðum þegar veefni hefur verið þjappað á ný.)


Fyrsta dæmið er frá Audio Park útgáfunni, unnin af safnaranum Shigeru Terada, af geisldiski frá 2007. Tanaka var afar nákvæmur í yfirfærslum sínum og útgáfur hans af lögum D’Arienzo eru yfirleitt prýðilegar. Þetta er nákvæm yfirfærsla þar sem sjá má blæbrigði í krafti og greinilega aðgreiningu hljóms frá ólíkum hljóðfærum. Það er búið að vinna efnið nokkuð til að draka úr smellum og suði, en ekki svo mikið að það dragi á teljandi hátt úr blæbrigðum á efri tíðnisviðum.


Næsta dæmi er nýlegri yfirfærsla gerð á vegum TangoTunes, framleiðanda staðsettan í Vínarborg og Buenos Aires. Þeir hafa unnið með að þróa vandaðar aðferðir við yfirfærslu síðan 2013. Heyra má að þessi útgáfa er álíka tær og sú frá Audio Park, en með meira suði og birtu á efri tónsviðum. TangoTunes notar ekki sjálfvirkar aðferðir við að hreinsa upptökurnar í eftirvinnslu, þannig heldur suðið sér að mestu en smellir og annað slíkt hreinsað út. Vegna þessa hljómar þarf nauðsynlega að tónjafna þetta lag í flutningi ef það á að koma vel út. Ef tíðnimynd lagsins er skoðuð má sjá að hún er fjölbreytt og í góðu jafnvægi, eins og sú frá Audio Park.


Þessi útgáfa er að plötunni Ataniche sem gefin er út af Euro Records, útgáfu á vegum Buenos Aires Tango Club í Buenos Aires. Hún er meðal annars í boði á 320 kbps mp3-skráarformi frá veitum eins og Google Music. Þessi útgáfa er í þokkalegum gæðum, sér í lagi fyrir þá sem tónjafna ekki við flutning. Þessa skrá er búið að vinna mun meira í eftirvinnslu en þær fyrrnefndu. Búið er að hreinsa suðið að mestu, þannig að það heyrist varla nema í skærustu tónum. Einnig er búið að jafna styrk tónlistarinnar, „normalísera“ hana, þannig að fjölbreytnin í hljóðstyrk hefur minnkað og topparnir rétt undir hámarksstyrk. Þessi vinnsla hefur leitt til þess að blæbrigði hafa glatast að nokkru leyti; þannig eru minni upplýsingar til staðar sem hægt hefði verið að draga fram með hæfilegri tónjöfnun.


Hér er útgáfa sem hægt er að ná í á YouTube og gott dæmi um afleita útgáfu. Það er búið að hreinsa hana og tónjafna allt of mikið. Þótt útgáfan sé ekki í fullum styrk hljómar hún eins og við yfirfærslu hafi tónstyrkur verið of mikill, nokkuð sem hefur leitt til þess að mesti styrkur hefur á köflum verið rofinn og blæbrigði tapast. Þessi atriði, í bland við umtalsverða þjöppun, leiða af sér að blæbrigði og aðgreining hljóma hefur glatast þannig að útgáfan hljómar flöt og óáhugaverð. Það er spurning hvort gæðin hafi glatast í eftirvinnslu, eða hvort um lélega yfirfærslu hafi verið að ræða í upphafi.


Lokaútgáfan er einnig sótt á YouTube. Hún er hinsvegar í mun betri gæðum en sú fyrri. Þó heyrist að búið er að tónjafna þessa útgáfu talsvert, bassinn er helst til áberandi og blæbrigðamunur mætti vera meiri. Þessa útgáfu, ólíkt þeirri á undan, mætti nýta til að spila í milongu ef ekkert betra væri í boði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska