III.a – Keðja aðgerða við tangósnúning

Eins og komið hefur frá máður, eru margar aðferðir og tæki möguleg til að ná fram sem bestum áhrifum við tangósnúning. Það er hins vegar afar þægilegt að nýta tölvuna sjálfa til að sjá um sem flesta þætti. Dæmi um forrit sem heldur utan um ferlið, á Macintosh tölvum, er Audio Hijack 3. Þetta er umgjörð sem nær að stýra öllum hljóðinn og -úttökum tölvunnar. Inn á milli er bætt við einingum sem aðlaga hljóðið á frá inntaki til úttaks á skipulegan hátt. Undanfarið hef ég þróað mínar eigin aðferðir við þetta, í tengslum við gerð þessa vefs. Hér er dæmi um núverandi uppsetningu undirritaðs:

1. Inntak

Fyrsti hlutinn er inntakið í keðjuna og stýring á þeim. Tónlistin er spilum í Embrace, því forriti sem ég nýti helst á mílongum um þessar mundir. Til hliðar við það er dýnamískur hljóðnemi, tengdur við inntak á Scarlett 2i4 hljóðkorti. Þessi tvö inntök eru tengd inn í víkjandi síu, sem er stillt þannig að hún hleypir allra jafna hljóðinu frá Embrace í gegn um sig á meðan hljóðneminn er hljóður. Ef talað er í hljóðnemann virkjast vikin, þannig að tónlistin lækkar sjálfkrafa þannig að röddin heyrist yfir hana.

2. Þjöppun

Ef hljóðkerfið er veikburða, þá getur komð sér vel að nýta þjöppun til að efla heildarhljóminn. Hún getur hækkað lægri hljóð án þess að hækka þau hærri og þannig eflt heildarhljóminn, gert hann „þéttari,“ án þess að hámarksstyrkur verði meiri. Það þarf hinsvegar að nýta þetta afar varlega vegna þess að þjöppunin breytir hlutfallslegum styrk ólíkra þátta tónlistarinnar. Hér nýti ég MCompressor frá Melda Productions fyrir þjöppun ef ástæða er til. Nánar verður fjallað um þjöppun í V.e.

2. Stillibreytu-tónjafnari

Annar hluti keðjunnar er stillubreytu-tónjafnar. Hann er nýttur til að laga hljóminn í einstökum lögum, til að bæta þau fyrir spilun. Í þessu dæmi er MEqualizer frá Melda Productions nýtt, það sama og hefur verið notað hér fyrir dæmi um tónjöfnun. Þessi eining býður upp á þægilegt myndrænt viðmót þar sem hægt er að lagfæra tónjöfnun og sjá á sama tíma hvernig breytingarnar hafa áhrif á lögin sjálf. Dæmi um slíkt er að finna í V.b og V.c.

3. Tónjöfnun salar

Þriðji þátturinn í keðjunni er sértæk tónjöfnun á því rými sem tónlistin er spiluð í. Hér er nýttur hugbúnaður með heitinu RoomEQ frá MathAudio fyrir þetta. Með þessari einingu er hægt að greina hvernig hljóðið frá hátölurunum hljómar í reynd í rýminu. Út frá greiningunni verður til tíðnidreifingar-kúrfa sem nýtt er til að jafna hljóðsviðið, til að fletja út galla í tíðnidreifingunni. Þessi eining tekur við tónlistinni eftir að búið er aðlaga hana í stillibreytu-tónjafnaranum og lagfærir hana enn frekar til flutnings í salnum sjálfum.

4. Hljóðstyrksgreinir

Hljóðstyrksgreinir er tæki sem birtir gröf um mikilvæga þætti tónlistarinnar þegar hún er flutt. Með því að staðsetja þessa síu á eftir tónjöfnun get ég gengið úr skugga að allt sé í jafnvægi og virki sem skyldi. Ég nýti þessa síu einnig til að hækka heildarhljóðstyrkinn ef með þarf, en þess er oft þörf vegna þess að RoomEQ fletur út tíðnidreifinguna og lækkar heildarstyrkurinn við það. Þegar þörf er á því að hafa hljóðstyrkinn sem mestan nýtist hljóðstyrksgreinirinn til að gera það á öruggan hátt.

5. Toppgildisskeri

Í lok tónjöfnunar bæti ég inn toppgildisskera, til öryggis. Það er ætíð æskilegt að úttak tónlistar úr tölvunni sé á fullum styrk, sér í lagi ef hátalarbúnaður er ekki sterkur. Toppgildisskerinn tryggir að engir ófyrirséðir toppar keyri yfir á hljóðrásinni, nokkuð sem getur leitt til óæskilegrar bjögunar og jafnvel valdið skapa á hátölurum.

6. Úttak

Lokahlutinn í tangósnúðaferlinu í tölvunni er úttakið. Í þessu dæmi er um að ræða útvært hljóðkort, Scarlett 2i4 USB. Rásir 1 og 2 á hljóðkortinu eru nýttar til að umbreyta tónlistinni fyrir flutning í magnara- og hátalarakerfi, þar sem hægt er að stilla styrkinn Scarlett-kortinu. Við fjöllum nánar um þetta í VI.a.

7. Hliðarkeðja

Fyrir ofan meginkeðjuna er hliðarkeðja. Hún samanstendur af inntaki frá iTunes og úttaki yfir í Scarlett 2i4. Þessi keðja er til þess að hlusta á tónlist án þess að flytja hana í aðalkerfinu, til að skoða næstu lög í flutningi. Hér nýtir þessi hlustunarkeðja rásir 3 og 4 á Scarlett-hljóðkortinu þar sem þær tengjast heyrnartólum.

2 thoughts on “III.a – DJ music chain in practice”

  1. Igor El Espejero says:

    Great setup!I like the way how you managed to route all four channels into 2i4.

    1. Hlynur Helgason says:

      Thank you very much for your encouraging reply, Igor. Actually, I’ve been working on this setup a bit more, editing the post with that in mind. I’ve added a ducked microphone input to the Scarlett at the beginning, placing the compressor up front (as you suggest on your site), and added a loudness analyser at the end to keep a check on everything, with a simple peak limiter for safety at the very end. This gives me the utmost flexibility when trying to manage dodgy sound systems.

Skildu eftir svar við Igor El Espejero Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska