IV.a — Skipulag tangósafnsins

Tangósnúður kemst fljótt að því að þegar safnið stækkar verður því mun nauðsynlegra að koma góðu skipulagi á það. Það eru mörg spilunarforrit sem bjóða upp á að skipuleggja safnið vel, flokka og merkja. Prófessjónal plötusnúðaforrit innihalda oft góð gagnagrunnskerfi og mörg almenn forrit einnig. Mér þykir iTunes á Macintosh tölvu prýðilegt til að halda utan um viðamikið tangó- og tónlistarsafn. Forritið virkar vel svo fremi sem skipulega er unnið með að merkja of flokka efnið, með skipulegu möppukerfi og hagnýtingu »smart folders«.

Hér ætla ég að skýra hvernig ég vinn með og flokka tónlistina, ef það gæti nýst öðrum. Þótt sumt af því sem hér kemur fyrir einskorðist við möguleika iTunes, þá eiga flest atriðin einnig að vera möguleg í öðrum tónlistarsafnshugbúnaði.

Merking og skráning einstakra laga

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá flest þau svæði sem ég nýti mér við að skrá og flokka tónlistina. Við komum til með að skoða hvernig reitirnir eru nýttir hér fyrir neðan.

Name: Þetta er titill lagsins, án aukaupplýsinga.
BPM: Þetta eru tak á mínútu. Í mínu tilviki tel ég slögin sjálf, en ekki taktbil eins og stundum er gert. Tangó er því rúm 120 slög, vals og mílonga um 200.
Rating: Þetta er mat á gæðum lagsins, hversu áhugavert það er, hversu gott það er í spilun, og hversu danshæft það er. Þegar ég skráði lögin fyrst, byggði ég á mati Bernhards Beberger í Tango-DB. Ég breyti síðan matinu eftir að ég er sjálfur búinn að kynnast lögunum.
Comments: Ég nota athugasemdareitinn til að skrá sjálfvirkt tóntegund og takt í hverju lagi, með Mixed in Key 8. Þegar ég skoða margar útgáfur sama lags merki ég þau sem ég hafna með sérstöku tákni.
Work: Þetta er iTunes-reitur sem ég nota á óhefðbundinn hátt, til að skrá nákvæma dagsetningu upphaflegrar upptöku.
Grouping: Þennan reit nota ég sérstaklega til við að raða lögum í töndur. »C1« merkir tímabil« «T» er tegund tónlistar (tangó); svo kemur raðnúmer, að viðbættu »(v)« ef lagið er sungið; að lokum a, b, c, eða d til að tákna röð í töndunni.
Programme: Þetta svæði er notað til að skrá hvort og hvenær lagið var spilað á mílongu. Þegar eg vel lög til að spila skrái ég það upphaflega hér, eins og +Þ í þessu tilviki. Á eftir koma tölur fyrir röðina, hér hefur fyrra lagið verið notað í 11. töndu, lag 1.
Time: Lengd lagsins.
Artist: Hér skrái ég söngvarann fyrst, með »(v)« merkingu til að tákna sungið lag; næst kemur hljómsveitarstjórinn. Sungin lög eru táknuð með (v); ef lag er ekki (v) merkt er það án raddar, »instrumental«.

Röðun í möppur og »Smart playlists«

Í iTunes er öll tónlistin fyrst flokkuð í möppur út frá hljómsveitarstjóra. Hér má sjá hluta af safni tónlistar frá gullaldarárunum.

Tónlist hvers hljómsveitarstjóra er einnig flokkuð út frá tegund, tango, vals, og milonga. Að auki er tangótónlistin undirflokkuð í sungin og instrumental lög.

Sungnu tangóarnir eru síðan flokkaðir frekar, með Smart playlist, út frá tímabili (A, B, C, D, E, F, eða G) og söngvara. Á eftir er virkt tímabil viðkomandi möppu haft í sviga og hversu margar töndur búið er að skipuleggja í möppunni.

Instrumental tangóum er að mestu raðað eftir tímabili, í Smart folders. Í tilviki D'Arienzo einnig út frá píanóleikara.

Hér er dæmi um stillingar á Smart fólder. Þessar stillingar raða öllum lögum D'Arienzo með Héctor Mauré sem söngvara í sömu möppu. Þríhyrningurinn í Comments er notaður til að útiloka útgáfur sem búið er að hafna. Ekki eru sýnd lög með einni eða engri stjörnu.

Ofangreindar reglur skila sér í þessum lögum, þar sem búið er að undirbúa fjórar töndur allt í allt. Einnig kemur fram hvernær sum lögin hafa verið spiluð á mílongu.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska