IV.b – Gagnlegur hugbúnaður fyrir tangósnúða

Það eru margar leiðir mögulegar við skipulag og spilun tangótónlistar. Ég hef á engan hátt yfirsýn yfir þá möguleika sem eru í boði. Mér hefur hins vegar nýst það vel við að skipulaggja mitt starf, þegar ég hef séð hvað aðrir nýta sér og hvernig þeir gera það. Þessvegna tel ég að það kunni að gagnast öðrum að birta mínar eigiin aðferðir, sem dæmi um hvað getur virkað vel og verið gagnlegt. Þetta yfirlit einskorðast því við mína eigin upplifun, og einnig við það að ég kýs að nýta mér Macintosh tölvu sem megintól fyrir tangósnúning minn. Undanfarin ár hef ég sankað að mér ýmsum hugbúnaði sem ég kynni hér með.

1. Skipulag og undirbúningur

Til að byja með vil ég kynna nokkur forrit sem hafa nýst mér vel við að koma skipulagi á tónlistina og í að undirbúa lög fyrir flutning:

ITunes: Þetta er það forrit sem mér þykir þægilegast og aðgengilegast til að halda utan um safnið og til að merkja lögin.

Hér má sjá skriftu-valmyndina í iTunes, þar sem ég nýti mér Doug's Scripts til að auðvelda mér lífið.

Doug’s Scripts: Hér er um að ræða viðamikið safn skrifta, viðbóta við iTunes sem nýtast við að flýta fyrir marrgskonar aðgerrðum í forritinu.

Mixed in Key 8: Þetta er forrit sem ég nýti við það skrá taktmælingu og tóntegund laga sjálfvirkt.

iVolume: Þetta er forrit frá mani.de sem stillir lögin í iTunes þannig að þau hljómi öll jafnhátt. Þetta auðveldar allan samanburð á ólíkum gerðum sama lags.

Turnover: Þetta er einfalt forrit, frá Asar Corporation, sem nýtist vel við handvirka taktmælingu. Ég nota það til að staðfesta eða leiðrétta taktæmiling frá Mixed in Key.

Fission: Þetta er forrit frá Rogue Amoeba, framleiðendum Audio Hijack. Þetta er einfalt klippiforrit sem ég nota til að búa til kortínur. Í forritinu er auðvelt að klippa bút úr lagi og bæta við »fade-in« og »fade-out«.

XLD: Þetta er forrit frá tmkk í Japan sem er ábyggilegt og þægilegt við að breyta um skráarform á lögum. Ég nota þetta aðallega við að breyta flac-skrám yfir á Apple lossless form til að nýta í iTunes.

2. Lifandi flutningur á mílongu

Embrace: Þessa dagana nýti ég yfirleitt Embrace til afspilunar á mílongum. Það er búið til af Ricci Adams og hefur afar einfalt og þægilegt viðmót sem hentar sérlega vel fyrir tangósnúning. Það tekur lítðið pláss á skjánum þannig að ég hef gott yfirlit yfir Audio Hijack og iTunes til hliðar við það.

Hér er dæmi um úttakið úr Beam eins og ég nýti það í skjávarpa á mílongu.

Beam: Beam er forrit eftir Mikael Holber. Það les töggin úr lögunum sem Embrace spilar og birtir á sérskjá aða í skjávarpamynd. Þannig geta dansarar fylgst með því sem er verið að spila og séð hvað kemur næst. Það er auðvelt, fyrir þá sem þekkja aðeins til forritunar, að aðlaga Beam að eigin þörfum.

Audio Hijack 2. Þetta er forrit frá Rogue Amoeba sem ég nýti til að halda utan um feril spilunar í tölvunni. Ég nýti það til að grípa afspilun úr spilaranum, beina henni í gegn um röð tónjafnara og síðan út í hljóðkortið. Audio Hijack getur nýtt sér VST-viðbætur sem þýðir að hægt er að bæta við það hágæða-tónjöfnurum.

MEqualizer: Þetta er sá tónjafnari sem ég nýti eins og er við að lagfæra jöfnun einstkra laga, MEqualizer frá Melda Producion. Í þessum jafnara er auðvelt að draga breeytikúrvur til að lagfæra tíðnidreifingu laga í flutningi. Tónjafnarinn birtir einnig á þægilegan hátt útkomu jöfnunarinnar.

MCompressor: Þetta er önnur viðbót frá Meldfa Producion. Þetta er tónþjappari sem ég nýti aðallega til að stýra styrk tónlistarinnar frá tölvunni inn á hljóðkortið. Ég nota þetta einnig í undantekningartilvikum til að efla hljóm laganna án þess að hækka hljóðstyrkinn.

Room EQ: Hér er um að ræða sérhæfða hljóðmælingar- og tónjöfnunarviðbót frá MathAudio. Þegar búið er að tengja forritið við sérhæfðan hljóðnema er auðvelt að nýta það til að lagfæra vandamál við hljóðdreifingu í salnum.

REW: REW, eða RoomEQWizard, er ókeypis forrit til þess að tónjafna sal eða rými. Það býður upp á marga möguleika en er því miður ekki til á VST-formi. Eins og er nýti ég forritið hinsvegar sem mælitæki fyrir hljóðstyrk á meðan á flutningi stendur, með því að tengja það við mæli-hljóðnema á meðan á mílongum stendur.

Þetta er sem sagt það helsta sem ég sjálfur nýti mér við tangósnúning þessa dagana. Sem fyrr segir, eru margir aðrir möguleikar í boði. Vonandi getur þessu upptalning hins vegar nýst öðrum við að þró sitt eigið ferli.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska