V.d — Tónjöfnun salar

Þegar tangósnúður færir sig um set til að spila á mílongu, þá finnur hann fyrir því að lögin hljóma þar á annan hátt en heima við. Ólík hátalarakerfi móta hljóminn á mismunandi máta auk þess sem eðli og lögun rýmisins getur breytt hljóminum til mikilla muna. Vegna þessa getur reynst mikilvægt að skoða vel hvernig hvert nýtt rými hljómar og breyta stillingum í samræmi við það. Þetta er hægt að gera handvirkt, eftir eyranu, en það getur reynst erfitt fyrir staðbundinn tangósnúð að fá yfirsýn yfir hljóminn í rýminu í heild, jafnvel þegar hann er vel staðsettur.

Það er hægt að lagfæra hljóminn fyrir rýmið á kerfisbundinn hátt með mælingum á því hvernig tónlistin hljómar á dandgólfinu. Út frá slíkum mælingum er hægt að stilla tónjöfnun fyrir rýmið sérstaklega þannig að kúrvan verði hlutlaus. Með því er unnið gegn sértækum muni á milli rýma á staðlaðan máta. Þegar búið er að tónjafna rýmið á þennan hátt, þá getur maður tónjafnað hvert lag fyrir sig óháð rýminu, án þess að aðlaga tónjöfnuna fyrir ólík rými.

The UMIK-1 USB tengdur fjölstefnu-mælinga-hljóðnemi tengdur fyrir mælingar.

Dæmi um tónjöfnun salar

Það eru mörg ólík kerfi og viðbætur sem nýst geta við tónjöfnun rýmis, auk sérstaks tækjabúnaðar. Það sem þarf að lágmarki er happilegur hugbúnaður og kvarðaður fjölstefnuhljóðnemi. Það sem hefur hentað mér best er viðbót frá MathAudio sem kallast Room EQ, tengd við UMIK1 USB-tengdan fjölstefnu-hljóðnema með 15 metra snúru. Með þessum búnaði get ég mælt hljóminn í salnum til að jafna út hljóminn út frá rýminu sjálfu.

Hér má sjá viðmót Room EQ eftir að búið er að jafna fyrir hljóm í sal.

Viðmótið er virkjað með því að tengja það við hljóðnema í Audio Hijack, þannig að viðbótin sé tengd út í hátalarakerfi salarins. Hljóðnemanum er komið fyrir og smellt á «Room Measurement» til að hefja mælingu. Það er gott að taka á milli 10 og 15 mælingar allt í kring um dansgólfið. Þegar mælingum er lokið útbýr viðbótin sjálfkrafa tíðnidreifingarkúrvu fyrir rýmið og hátalarakerfið. Í dæminu á myndinni má sjá að bassinn í rýminu er of sterkur en að kúrvan nær meira jafnvægi, með minna en 3 dB frávik á mið- og diskantsviði. Þegar kúrvan er tilbúin færum við stillinguna til hægri við efri myndina niður til að ákvarða markkúrvuna, þar sem vegið er á móti misræmi frá jafnri kúrvu. Þegar þessi stilling er virkjuð lagfærir hugbúnaðinn tónjöfnunina þannig að hljómurinn í rýminu verður sem hlutlausastur. Vitaskuld verður hljómurinn áfram breytilegur eftir því hvar þú ert staddur í rýminu, en ef hátalarnir eru staðsettir á heppilegum stöðum ættum við að geta náð fram sem bestum hljómi á dansgófinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska