VI.a – Ytri hljóðbúnaður

Þegar tónjöfnun og vinnslu er lokið í tölvunni, þá þurfum við að koma tónlistinni á sem einfaldastan hátt í hátalarakerfið til þess að hljóma í mílongunni. Aðferðin við þetta getur hinsvegar haft áhrif á gæði tónlistarinnar. Til einföldunar eru hinsvegar tvær meginreglur sem við getum stuðst við þegar unnið er með hliðrænt hljóð: (a) pró-búnaður og -kaplar eru yfirleitt betri en neytendabúnaður, og (b) styttri og einfaldari kerfisleiðir eru betri en lengri. Þegar verið er að undirbúa tengingar við hátalarkerfið er gott að hafa þessi tvö atriði í huga.

Atvinnumannabúðnaður getur vitaskuld verið ansi misjafn að gæðum, sem og neytendabúnaður. Þrátt fyrir það er grundvallarmunur á þessum tveimur kerfum. Í fyrsta lagi keyrir atvinnumannabúnaður á sterkari straumi, sem felur það í sér að þar er meira svigrúm til að forðast truflanir og bjögun. í öðru lagi eru tengingar á milli tækja í atvinnumannabúnaði með jafnvægum snúrum, á meðan neytendabúnaður nýtir ójafnvægar snúrur. Vegna þessara tveggja þátta eru líkur á truflunum og bjögun mun minni þegar í upphafi, áður en önnur gæði eru talin til. Vegna þessa er ráðlegt að nýta atvinnumannabúnað sem mest, þar sem því verður komið við.

Hér á eftir komum við til með að fara í stuttu máli í gegn um helstu þætti þeirra hliðræðu hljóðferla sem við byggjum á til að koma tónlistinni til skila. Í upphafi þurfum við í öllum tilvikum (1) stafrænan/hliðrænan umbreyti. Þá tekur í sumum tilvikum við (2) hljóðblandari, síðan kemur að (3) magnara og hátölurum. Í sumum tilvikum er einnig bætt inn í ferlið, á milli hljóðblandara og magnara, vélrænum tónjafnara, þjappara, og jafnvel tónjafnara fyrir salinn. Við höfum þegar skoðað hvernig slíkur búnaður getur nýst í stafræna hlutanum og ræðum það því ekki aftur hér.

1. Stafrænn-hliðrænn umbreytir

Stafræni/hliðræni umbreytirinn er grundvallarbúnaður í hljóðkeðjunni, sá hluti sem færir tónlistina af stafrænu formi yfir á hliðrænt form umheimsins. Slíkur búnaður er til staðar í öllum tölvubúnaði sem getur spilað hljóð. Það er hinsvegar afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gæði yfirfærslunnar geta verið afar mismunandi. Góðir umbreytar skila hljóði með minni bjögun, meiri hljómdýpt og skýrari mun á mill hljóðfæra. Þeir geta haft sem kjarna sömu örflögur og þeir sem verri eru. Helsti munurinn á gæðum felst í magnarbúnaðinum sem tekuur við af umbreytiflögunni. Verri búnaðurinn ræður yfirleitt ekki eins vel við að vega á móti bjögun sem ævinlega kemur fram í stafrænt/hliðrænt umbreytiflögunum eins og sá sem er betri. Vegna þessa er mikilvægt að koma sér upp góðum búnaði til þessa, til að tryggja sem best gæði í upphafi hliðrænu keðjunnar.

Á þessari mynd má sjá fram- og bakhluta Focusrite Scarlett 2i4 tölvuupptökubúnaðar. Að framan eru 2 jafnvegin inntök fyrir hljoðnema og úttak fyrir heyrnartól. Að baki eru tvö jafnvegin úttök, fjögur ójafnvegin rca úttök og USB tengi til að tengja búnaðinn við tölvuna. Þessi búnaður dugar vel fyrir flestar lágmarksþarfir tangósnúðs og getur fullnægt flestum þörfum fyrir tengingar að og frá tölvunni.

Ef tölvuna á að tengja við neytendabúnað, fást nægjanleg gæði með góðu neytendahljóðkorti. Það er þó þeim takmörkunum háð að ekki séu meira en 5 m á milli tölvu og magnara. Ef snúrulengd er meiri getur það leitt til truflana og bjögunar á merkinu yfir ójafnvegna rca-snúru. Það er því æskilegt ef vegalendin er lengri að nota hljóðkort með jafnvegnu úttaki, flytja merkið með jafnvegnum kapli að magnara og umbreyta því yfir í ójafnvegið merki þar. Þannig er hægt að draga verulega úr lengd ójafnveginnar snúrunotkunar.

When connecting with pro equipment, a mixer and speakers connected via balanced cables, I would recommend using a d/a converter that has professional balanced outputs. Even though professional mixers accept an unbalanced signal, via miijack or rca using the balanced input does secure better results. That is because if you connect via a weak unbalanced cable, the mixer will need to convert it to a balanced signal before output. That results in an additional module, which can depreciate the signal. In these cases it is advisable to use a d/a converter with balanced outputs, such as an external pro sound card.

Einfaldur Mackie 4 rása hljóðblandari. Hann er bæði með jafnvegin og ójafnvegin inntök og úttök. Í stórum sölum eru húshljóðblandarar oft mikið stærri. Fyrir mílongu þar sem tónlistin kemur úr tölvu þarf sjaldan að nota fleiri ein tvær rásir fyrir inntak og mögulega eina rás fyrir hljóðnema. Allar aðrar rásir ætti að núlla og allar aðrar stillingar. Það eina sem tangósnúður þarf að nýta sér í búnaði sem þessum er hljóðstillingin á master-rásinni.

2. Hljóðblandari

Staðir með atvinnumannahljóðkerfi bjóða yfirleitt upp á einhverskonar hljóðblandara til að tengja búnað við kerfið. Inn á þessa hljóðblandara er oftast hægt að tengjast með bæði jafnvegnum kapli frá atvinnumanna-umbreyti eða með ójafnveginni snúru frá neytenda-umbreyti. Ef tengingin er ójafnvegin þarf hljóðblandarinn að magna merkið upp inn á hljóðkerfið, nokkuð sem bætir einu stigi við hljóðkeðjuna. Vegna þessa er betra, upp á gæði, að nýta atvinnumannahljóðkort sem úttak úr tölvunni.

Stundum er tónblandari lykilatriði í flóknu hljóðkerfi salar. Í þeim tilvikum er óhjákvæmilegt að tengast kerfinu með honum. Í einfaldari uppsetningum er hljóðblandarinn oft einungis millistykki á milli tölvubúnaðar og hljóðkerfis. Ef nýtt er atvinnumannahljóðkort fyrir úttak úr tölvunni getur því oft verið betra að tengja fram hjá tónblandaranum beint inn á hátalakerfið, í þeim tilgangi að einfalda keðjuna og bæta merkið.

3. Magnari og hátalarar

Virkur atvinnumannahátalari frá EV. Á baki hans eru stillingar fyrir hljóðstyrk, tvö jafnvegin inntök, jafnvegið úttak til að tangja hátalarann í keðju við annan og minijack-tengi fyrir ójafnveginn inngang.

Lokapunkturinn í hljóðkeðjunni er magnara/hátalarakerfið. Magnari og hátalarar eruu oftast nær aðskildir í neytendabúunaði, þar sem stakur magnari keyrir tvo eða fleiri hátalara. Svo á einni oft við um atvinnumannabúnað, þar sem stakur magnari keyrir óvirka hátalara. Það er þó algengara í atvinnumannabúnaði að hátalararnir séu virkir, þannig að magnarinn er hluti af hátalaranum sjálfum.

Eins og vikið hefur verið að áður, liggur meginmunurinn á milli neytenda- og atvinnumannabúnaðar í rafkerfinu, þar sem atvinnumannabúnaðurinn keyrir á sterkari straumi, nokkuð sem leiðir af sér minni líkur á truflunum. Þegar kemur að hátölurum er einnig annar veigamikill munur sem skiptir máli. Atvinnumannahátalarar eru oftast hannaðir þannig að þeir hljóma vel í 90 gráðu horni lárétt og í 60 gráðu horni frá hátalaranum lóðrétt. Þannig ná þeir að dekka rýmið vel ef þeir eru staðsettir í hornum þess eða 4 saman hengdir upp í loftinu í miðjum salnum. Neytandahátalarar eru hannaðir fyrir mun þrengra gæðasvið, þannig að keilan sem keyrir hátíðnina hljómar yfirleitt best á um 10-15 gráðu horni fyrir framan hátalarann. Vegna þessa eru neytendahátalarar yfirleitt staðsettir þannig að þeir hljómi best á ákveðnum stað í rýminu, oft í sófa gegnt hátölurunum. Þeir henta vegna þessa því ekki eins vel fyrir dansrými.

Þess má þó geta hér að atvinnumannahátalar geta einnig hentað illa fyrir mílongur. Igor »El Espejero« ræðir þetta ýtarlega á vefsíðu sinni. Hann mælir með því að menn varist algenga atvinnumannahátalara sem byggja á 15 tommu bassakeilu. Í þessum hátölurum er skurðpunktur bassakeilunnar og hátíðnikeilunnar á sérlega slæmum stað, eða á viðkvæmasta sviði órafmagnaðrar tónlistar. Hann mælir því frekar með því, í flestum tilvikum, að nýta minni hátalara með 12 tommu bassakeilu. Ég ætla ekki að fara nánar í þetta hér, en mæli með grein Igors þar sem hann ræðir mismunandi afbrigði magnara/hátalarakerfa. Grein hans um hljóðflutningstæki fyrir mílongur má lesa HÉR. Richard Stoll er einnig með áhugaverða og greinargóða umræðu um tæknimál á vefsíðu siinni, HÉR. Mér finnst einnig áhugavert að lesa það sem Christian Tobler and Monika Diaz hafa að segja um uppsetningu hátalara á vefsíðu sinni, HÉR. Hún er því miður á þýsku og frekar erfið yfirferðar. Myndirnar eru hinsvegar áhugaverðar um það hvernig tækni á þessu sviði hefur þróast undanfarna áratugi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vefur þessi nýtir Akismet til að hafa hömlur á ruslpósti. Hér eru upplýsingar um slíka vinnslu athugasemda.

is_ISÍslenska
en_USEnglish is_ISÍslenska